[one_half]

Um alllangt skeið höfum við verið að prófa okkur áfram með borðbúnaðinn hér á Narfeyrarstofu. Við höfum keypt inn víða að, leitað eftir samstarfi við leir- og glervinnsluna í Gallerí Bragga hér í Stykkishólmi og farið á markaði innanlands og utan. Árið 2009 hófst samstarf við Sigríði Erlu Guðmundsdóttur í Leir 7, sem er leirverkstæði hér í Stykkishólmi, og getið hefur sér gott orð fyrir vörur úr leirnum frá Fagradal á Skarðsströnd. [/one_half] [one_half_last]Fagradalsleirinn er fjöregg framleiðslunnar og úr honum hafa komið diskar, skálar og bollar í samstarfi við ýmsa aðila m.a. Narfeyrarstofu. Fagradalsleirinn er bæði nýttur sem grunnefni í formið og sem aðalefni í glerungi. Við berum marga fiskrétti fram á diskum úr Fagradalsleirnum en einnig í skálum og krúsum úr hefðbundnum jarðleir úr smiðju Sigríðar.[/one_half_last]