20 ár eru liðin um þessar mundir frá því að Sæþór Þorbergsson og Steinunn Helgadóttir keyptu Narfeyrarstofu. Narfeyrarstofa er elsti veitingastaður Stykkishólms og í tilefni afmælisins verður boðið til afmælisfagnaðar laugardaginn 5. júní 2021 kl. 13:30-15:00.
Á afmælishátíðinni verður boðið upp á 20% afslátt af öllum réttum á glænýjum matseðli sem tekinn verður í notkun í dag, þriðjudaginn 1. júní. 👉Nauðsynlegt er að bóka borð í tíma!
🥳Fjölskyldudagskrá milli 13:30-15:00 á Frúarhól gegnt Narfeyrarstofu
🍿 Poppvél – krapdjús og leikir!
Milli klukkan 16:00 og 18:00 er svo fullorðins 🥂 dagskrá (18 ára aldurstakmark) þar sem við bjóðum uppá bollu & paella í tjaldinu. Happy hour – 2/1 af bjór /léttvíni 🍺 🍷
Eyjabræður halda uppi fjörinu og spila öll sín bestu lög.
Allir hjartanlega velkomnir – Hlökkum til að sjá ykkur!
Starfsfólk Narfeyrarstofu