Við erum afskaplega stolt í dag! Í hádeginu var Narfeyrarstofu veitt viðurkenning ásamt 20 öðrum veitingahúsum á Íslandi af Icelandic Lamb: AWARD OF EXCELLENCE 2018. Við höfum ofurtrú á íslenska lambinu en það ásamt sjávarréttum er okkar aðalhráefni á matseðli. Við höfum þróað vörur úr lambakjöti sem lukkast hafa vel að mati okkar gesta og svona viðurkenning hvetur okkur bara í að halda áfram að þróa vörur og rétti úr lambakjötinu góða. Takk fyrir okkur!
Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda stendur nú yfir í bændahöllinni við Hagatorg. Í hádeginu voru afhentar viðurkenningar Icelandic lamb við hátíðlega athöfn í Súlnasal.Viðurkenningarnar AWARD OF EXCELLENCE 2018 eru veittar af Icelandic Lamb til veitingastaða sem þykja hafa skarað fram úr í matreiðslu á íslensku lambakjöti. 21 veitingastaður um land allt hlutu viðurkenningu að þessu sinni. Við matið var einnig litið til einstakra atriða eins og stöðu lambakjöts á matseðlum og notkun á merki og markaðsefni Icelandic Lamb. Þetta er í annað sinn sem Icelandic Lamb stendur fyrir veitingu viðurkenninganna, en veiting þeirra er árviss viðburður.
Þriggja manna dómnefnd valdi handhafa viðurkenninganna að þessu sinni. Í dómnefndinni sátu Dominique Plédel Jónsson formaður Slow Food á Íslandi, Sigurlaug Jónasdóttir fjölmiðlamaður hjá RÚV og Hafliði Halldórsson verkefnastjóri hjá Icelandic Lamb.
——–
We are very proud today! Narfeyrarstofa received today Icelandic lamb: AWARD OF EXCELLENCE 2018 along with 20 other restaurants in Iceland. We believe in the Icelandic lamb as you can see on our menus, we’ve been trying out new dishes and this award just encourages us to keep on doing that. Thanks to Icelandic Lamb.
https://www.veitingageirinn.is/icelandic-lamb-award-of-exc…/