Brátt líður að hausti og ferðamönnum fer fækkandi. Af því tilefni gerum við smávægilegar breytingar á matseðlinum. Áfram kappkostum við að bjóða upp á úrvals hráefni úr héraði, sé þess nokkur kostur.
Við tókum ísvél í gagnið í sumar og höfum lagað margar gerðir af ís bragðbættar t.d. með rabbabara, berjum, gæðavanillu og úrvalssúkkulaði. Erum búin að ná tökum á græjunni og getum framleitt ís að þínum óskum!