Líkt og fyrir rúmum 30 árum, þegar þessi mynd var tekin af Hólmurunum Beibei, Bergi og Ellu ljósu við jólatrjássölu Skógræktarfélagsins, þá stendur undirbúningur hátíðanna sem hæst þessa dagana hér í Hólminum líkt og annars staðar. Ómissandi Þorláksmessuskatan að vestan er á leiðinni til okkar en við eldum hana í hádeginu á ilmandi Þorláksmessu. Nauðsynlegt er að panta borð í skötuna!
Við ætlum að vera með á matar- og handverksmarkaðnum í Norska húsinu fimmtudagskvöldið 19. desember og bjóðum upp á reykta og grafna gæs, reykt og grafið ærkjöt, grafinn lax í reyktum sölvum og margt fleira bragðgott.
Minnum á að opnunartími út árið er frá kl. 18 alla daga, lokað á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og gamlársdag.