Veitinga- og kaffihúsið Narfeyrarstofa í núverandi mynd er orðinn fastur liður í atvinnu- og menningarlífi bæjarins og hefur orðspor þess borist víða.
Um okkur
Veitingahúsið er opið allan ársins hring þótt afgreiðslutími taki árstíðabundnum breytingum. Á veturna snýst starfsemin um hádegi og helgar að miklu leyti og einnig er bryddað upp á uppákomum yfir vetrartímann sem ekki gefst kostur á yfir annasömustu mánuðina.
Matseðill Narfeyrarstofu hefur að geyma frumlega rétti, lystilega borna fram í fallegu umhverfi staðarins þar sem afar sjarmerandi útsýni úr salarkynnum hússins kryddar stemninguna. Á matseðlinum er einnig úrval hamborgara en þeir hafa verið afar vinsælir og nefndir „ekta“, „sveittir“ og betri en „búlluborgarar“ af gestum sem koma aftur og aftur og fá sér hamborgara!
Vínseðillinn er óvenju fjölbreyttur og inniheldur sérvalin vín af ýmsum toga.
Veisluþjónusta hefur verið starfrækt hjá fyrirtækinu sem heldur utan um reksturinn, Narfeyrarstofa ehf, af öllum stærðum og gerðum, bæði innan veggja veitingahússins og ekki síður utandyra. Vígsluveisla Vatnasafnsins í Stykkishólmi fór ekki fram hjá nokkrum manni í Stykkishólmi sumarið 2007, enda öllu tjaldað til í orðsins fyllstu merkingu. Þar var tekið á móti fólki hvaðanæva að úr heiminum og birtust myndir og umsagnir um veisluna víða um lönd. Ekki síðri veisla var haldin vorið 2008 þegar krónprinshjón Danmerkur, Friðrik og Mary, í föruneyti forseta Íslands sóttu Stykkishólm heim. Veislan fór fram úti á sjó um borð í Særúnu, skipi Sæferða ehf., þar sem Narfeyrarstofa sá um veitingar og framreiðslu svo eftir var tekið. Haustið 2011 var stigið nýtt skref í veisluþjónustu þegar ferðafrömuðir og meistarakokkar úr félagsskapnum „Smak af kysten“ í Noregi og nutu ógleymanlegra veitinga af staðbundu sjávarfangi, að þeirra eigin sögn. Veislumatseðill af þeim toga er í stanslausri þróun og hefur notið sívaxandi vinsælda.