Það er komið að fyrsta sunnudegi í aðventu á sunnudaginn – það sem tíminn líður! Það þýðir að fyrri jóla-pop-up-helgin okkar af tveimur er um helgina, laugardaginn 30. nóvember en seinni verður 7. desember.

Við erum mikið fyrir lambakjötið okkar góða og höfum gaman af því að vinna úr því allskonar vörur sem hafa notið gríðarlegra vinsælda á fyrri jólamörkuðum okkar. Gæsin, laxinn, saltið okkar verður á sínum stað í margskonar útfærslum auk þess sem nýungar líta dagsins ljós! Neðri hæðin hjá okkur mun breytast í litla verslun þessa tvo daga.

Á efri hæðinni bjóðum við þessa tvo laugardaga einnig upp á Jóla-Bröns –  Margreyktu hangilærin, reykt og grafið kjöt af ferfætlingum og fuglum auk lokkandi laxaflaka beint úr eldhúsinu verður framreitt í huggulegheitunum uppi. Það er takmarkað sætaframboð – þannig að það er um að gera að panta borð fyrr en síðar! Verð aðeins 4400 kr. og 2000 kr. fyrir börn yngri en 12 ára.