Sumarilmurinn liggur yfir Stykkishólmi þessa dagana! Dass af hafinu, eyjunum, gróandanum og dýralífinu minna okkur á að sumarið er langbesti tími ársins.

Við erum stolt af því að geta boðið upp á fasta opnun á Narfeyrarstofu alla daga frá kl. 18-21 eftir stórfurðulegan vetur, óvissu um framtíðina og aðeins brotabrot af þeim starfsmannafjölda sem vanalega er hjá okkur í vinnu á þessum árstíma. Það hlaupa bara allir hraðar og nú er tími fyrir sveigjanleika svo að allt gangi upp.

Við hlökkum til að sjá ykkur á Narfeyrarstofu í sumar.

Vesturland – dvelja & njóta

p.s. Við tökum á móti Ferðagjöf stjórnvalda